Dagforeldrar

Daggæsla barna í heimahúsum er veitt samkvæmt reglugerð nr. 907/2005.  Dagforeldrar eru sjálfstæðir atvinnurekendur, en daggæslufulltrúi Fjarðabyggðar hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra ásamt því að sjá um ráðgjöf og upplýsingar til dagforeldra og foreldra þeirra barna sem eru í daggæslu hjá dagforeldrum.  Dagforeldrar sinna daggæslu fyrir börn sem ekki hafa fengið boð um leikskólapláss hjá Fjarðabyggð. Engin skilyrði eru fyrir því að foreldrar sæki um gæslupláss hjá dagforeldrum. 

 

Til að sækja um daggæslu í heimahúsi hafa foreldrar beint samband við viðkomandi dagforeldri. Mikilvægt er að hafa samband við dagforeldra með góðum fyrirvara og gott getur verið að hafa samband við fleiri en eitt dagforeldri, t.d. ef barnið fer á biðlista.  Gott er að fá að kíkja í heimsókn á heimili þess dagforeldris sem sótt er um hjá, til að skoða aðstæður.

Kostnaður vegna þjónustu dagforeldra

Gjaldskrá dagforeldra er frjáls, en Fjarðabyggð niðurgreiðir daggæslu barna í heimahúsum, þannig að foreldrar greiða sama verð fyrir daggæslu í heimahúsum og á leikskólum Fjarðabyggðar.  Til að fá niðurgreiðslur greiddar verða börn einstæðra foreldra að hafa náð 6 mánaða aldri og börn foreldra í sambúð að hafa náð 12 mánaða aldri. Niðurgreiðslur miðast við afmælisdag barns, ekki mánuð. Foreldrar og barn þurfa að eiga lögheimili í Fjarðabyggð. Eigi barn í daggæslu systkini á leikskóla reiknast einnig systkinaafsláttur frá vistunargjaldi þess barns sem styttri vistun hefur. Hafi foreldrar neitað plássi fyrir barn á leikskóla falla niðurgreiðslur vegna daggæslu í heimahúsi niður.

Starfandi dagforeldrar í Fjarðabyggð

Aðalbjörg Ósk Guðmundsdóttir Ásgarði 8, 740 Nesk. s. 477-1719
Katrín Björk Svavarsdóttir Hlíðargata 28, 740 Nesk. s. 866-4199
Oddný Edda Helgadóttir Hlíðargata 14, 740 Nesk. s. 698-5697

Gott að vita

Gott er að sækja um með góðum fyrirvara, a.m.k. hálfu ári áður en að áætlaður vistunartími hefjist. Þjónustan er veitt í heimahúsum hjá dagforeldrum sem hafa til þess tilskilin leyfi. Vistunartími er samningsatriði á milli foreldra og dagforeldra, en hámarkstími daggæslu skv. reglugerð eru 9 klst. á dag (7.45-16.45). Allir dagforeldrar sem eru með daggæsluleyfi frá sveitarfélaginu hafa leyfisbréf. Ef leyfisbréfið er ekki sýnilegt er mikilvægt að foreldrar óski eftir að fá að sjá leyfisbréf.  Á leyfisbréfinu kemur fram gildistími leyfis, ásamt upplýsingum um fjölda barna sem leyfið gildir fyrir. Leyfilegur barnafjöldi hjá dagforeldri er allt að fjórum börnum fyrsta árið. Að þeim tíma loknum er heimilt að veita leyfi fyrir fimm börnum. Þó þannig að eigi skulu vera fleiri en tvö börn undir eins árs aldri. Skörun á tímum barna í daggæslu er ekki heimilaður, nema á milli kl. 12.00 og 13.00 á daginn. Þegar dagvistunarsamningur er undirritaður þarf einnig að skrifa undir umsókn um niðurgreiðslu, ellegar greiða foreldrar fullt gjald fyrir daggæsluna. Ekki er hægt að sækja um niðurgreiðslur aftur í tímann.

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Daggæslufulltrúi sigridur.inga@fjardabyggd.is  Hafi daggæslufulltrúi ekki tök á að vinna úr kvörtun er mál lagt fyrir félagsmálanefnd.
Kvörtunum má einnig koma til forstöðu-
manns stjórnsýslu í síma 470 9000 
fjardabyggd@fjardabyggd.is

Yfirstjórn

Félagsmálastjóri Fjarðabyggðar, 
felagsthjonusta@fjardabyggd.is
simi 470 9017.