Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvunum er ætlað að mæta þörf þrettán til sextán ára unglinga í 8. til 10. bekk fyrir uppbyggilegt og gefandi félagsstarf í frítíma þeirra. Áhersla er lögð á fjölbreytni í starfinu og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Í öllum félagsmiðstöðvum starfa unglingaráð sem móta viðfangsefni líðandi stundar í félagsmiðstöðinni og eru málsvarar unglinganna. Forvarnir meðal unglinga  er snúa að reykingum, áfengi og öðrum vímugjöfum auk forvarna gegn einelti er stór þáttur í starfinu.  Það kostar ekkert að koma í félagsmiðstöðina á opnunartíma. Kostnaði vegna dansleikja, tónleika og annarra viðburða er haldið í lágmarki. Ferðalög eru yfirleitt greidd með fjáröflun unglinganna.

 Félagsmiðstöðvarnar í Fjarðabyggð eru opnar þrisvar í viku að jafnaði á starfstíma skólanna frá ágúst til maí. Opnunartímar eru frá kl. 20:00-22:00 tvo daga í viku og frá 20:00 - 23:00 á föstudögum. Á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði er opið annað hvert föstudagskvöld. Jafnframt er opið fyrir nemendur 5. - 7. bekkjar aðra hverja viku einn dag í viku frá kl. 17:00-19:00. Vegna hefða eru aldursmið aðeins mismunandi á milli þéttbýlisstaða.

Félagsmiðstöðvarnar

Félagsmiðstöð Heimilisfang Póstfang Netfang  
Félagsmiðstöðin Atóm Egilsbraut 4 740 Neskaupstað lilja_tekla@hotmail.com 774 1830
Félagsmiðstöðin Knellan Strandgötu 49 735 Eskifirði jonsi@skolar.fjardabyggd.is 663 7816
Félagsmiðstöðin Zveskjan Austurvegi 1 730 Reyðarfirði soe28@hi.is 612 0309
Félagsmiðstöðin Hellirinn Skólavegi 47  750 Fáskrúðsfirði gudfinnae@simnet.is 865 6303
Félagsmiðstöðin  Stöðin Gamla félagsheimilinu 755 Stöðvarfirði vinaminni@simnet.is 847 6678

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Íþrótta- og tómstundafulltrúi, 470 9098
gudmundur.halldorsson@fjardabyggd.is
og fræðslustjóri í síma 470 9027 
thoroddur.helgason@fjardabyggd.is

UMSJÓN

Guðmundur Halldórsson,
íþrótta- og tómstundafulltrúi,
gudmundur.halldorsson@fjardabyggd.is,
sími 470 9098. Sviðsstjóri er fræðslustjóri.

Tengd skjöl