Skólaskrifstofa Austurlands

Skólaskrifstofa Austurlands er byggðasamlag átta sveitarfélaga á Austurlandi frá Vopnafirði í norðri til Djúpavogshrepps í suðri.  Nemendur á svæði skrifstofunnar eru um 1500 í 15 grunnskólum og um 600 börn í jafnmörgum leikskólum. Starfsemi skrifstofunnar byggir á samningi byggðasamlagsins og lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð um sérfræðiþjónustu grunnskóla. Aðalfundur byggðasamlagsins er haldinn í október ár hvert. 
Skólaskrifstofa Austurlands starfar í tveimur deildum eða A deild sem fjallar um skólamál og B deild sem fjallar um málefni fatlaðra. 

Nánari upplýsingar
Sjá vef Skólaskrifstofu Austurlands 
www.skolaust.is. Þar má einnig nálgast ýmis gagnleg skjöl, s.s. „stimpilkort nemanda“, samning um heimanám og tölvunotkun, eyðublað til skráningar á líðan og gátlista vegna eineltis.