Tónlistarskólar

Í Fjarðabyggð eru þrír tónlistarskólar, Tónskóli Neskaupstaðar, Tónlistarskóli Eskifjarðar- og Reyðarfjarðar og Tónlistarskóli Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar.  Skólarnir bjóða upp á nám í tónfræði, hljóðfæraleik og söng.  Allir íbúar Fjarðabyggðar geta sótt um í tónlistarskólunum. Skólastjórar skólanna ákveða hvernig tekið er inn í skólana. Fjöldi og fjölhæfni starfsliðs og ásókn í hljóðfæra- og söngnám ræður því hversu marga er hægt að innrita hverju sinni.

Ferli umsóknar
Sækja má um tónlistarnám allt árið. Innritun fer fram í ágúst og janúar. Umsækjendur sem ekki komast að, eru teknir inn um leið og færi gefst. Einstaklingar og foreldrar/forráðamenn sækja um á þar til gerðu eyðublaði eða hringja í hlutaðeigandi tónlistarskólastjóra. Skólastjóri bregst við í tölvupósti eða með símtali innan hálfs mánaðar. Einnig má sækja um rafrænt með því að smella hér.

Tónlistarskólar

Skóli  Heimilisfang Póstfang Netfang Sími  Vefsíða
Tónskóli Neskaupstaðar  Skólavegi 9 740 Neskaupstað tonnes@fjardabyggd.is 477 1367/477 1377  Facebook tonnes 
Tónskóli Eskifjarðar- og Reyðarfjarðar Heiðarvegi 14a 730 Reyðarfirði toner@fjardabyggd.is 474 1298 Facebook toner
Tónskóli Eskifjarðar- og Reyðarfjarðar Lambeyrarbraut 14 735 Eskifirði  toner@fjardabyggd.is 476 1340 Facebook toner
Tónskóli Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar Hlíðargötu 56 750 Fáskrúðsfirði tonfast@fjardabyggd.is 475 9035 tonfast.is
Tónskóli Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar Skólabraut 20 755 Stöðvarfirði  tonfast@fjardabyggd.is 475 9036 tonfast.is

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Skólastjóri hlutaðeigandi tónlistarskóla eða fræðslustjóri Fjarðabyggðar, 
thoroddur.helgason@fjardabyggd.is
sími 470 9027.

YFIRSTJÓRN

Fræðslustjóri Fjarðabyggðar, 
thoroddur.helgason@fjardabyggd.is
sími 470 9027.