Vinnuskóli Fjarðabyggðar

Vinnuskóli Fjarðabyggðar verður starfandi sumarið 2014 frá 5. júní til 15.ágúst. Leitast er við að veita öllum 14 til 16 ára unglingum búsettum í Fjarðabyggð aðgang í skólann. Árgangarnir sem í hlut eiga eru fæddir á árunum 2000, 1999 og 1998. Vinnutíminn er 80 klukkustundir eða 4 heilar vinnuvikur hjá yngsta árgangi, 120 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 1999 eða 6 heilar vinnuvikur og 320 klukkustundir hjá elsta hópnum eða 8 vikna tímabil. Vinnuskólanum lýkur með lokahófi, sem fer fram í hverjum byggðakjarna, eftir hádegi fimmtudaginn 31. júlí. Mæting er kl. 13:00 fyrsta vinnudag í bækistöð vinnuskólans í hverjum bæjarkjarna.

Störf við umhverfi og fegrun bæjarins nema 85% af vinnutíma skólans, en 15% er varið í starfskynningar og lífsleikni unga fólksins. Í þessu fyrirkomulagi felst að 12 stundum hjá yngsta aldurshópnum er varið í annað en hefðbundin störf. Hjá þeim næstelsta eru stundirnar 18 og hjá elsta hópnum 48 stundir alls. Starfskynning fer fram á leikskólum, með liðveislu, aðstoð á leikjanámskeiðum og flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins. Þá skipuleggja flokkstjórar í hverri viku lífsleikni sem felur í sér m.a. hreyfingu, hópefli, fræðslu, leik, undirbúning fyrir hátíðir, sérverkefni fyrir íþróttafélög o.fl. 
Vikan 5. - 12. júní er verknámsvika hjá árgangi 1999.

Starfs- og námsfyrirkomulag 

Stundir Laun Vinna/fræðsla Vinnutími Fræðsla
14 ára (2000) 40% launafl. 115 68/12 (80) 8-12 eða 13-17 Lífsleikni (10), forvarnir og jafningjafræðsla (2)
15 ára (1999) 50% launafl. 115 102/18 (120) 8-12 eða 13-17 Lífsleikni (10), forvarnir og jafningjafræðsla (2), námskynning VA (20)
16 ára (1998) 70% launafl. 115 272/48 (320) 8-17 Lífsleikni (34), starfskynning (8), lokahóf (4), forvarnir og jafningjafræðsla (2)

Námskynning Verkmenntaskóla Austurlands

Samhliða vinnuskólanum býðst 15 ára ungmennum (1999) eins vikna námskynning í iðnnámi. Sækja þarf sérstaklega um námskynninguna, sem er samstarfsverkefni Verkmenntaskóla Austurlands og Fjarðabyggðar. Markmið þess er að kynna ungu fólki þá fjölbreyttu möguleika sem iðnám felur í sér, auk þess að auka á fjölbreytni vinnuskólans og efla námsframboð í heimabyggð. Rútuferðir verða í boði á milli byggðakjarna og VA fyrir þátttakendur.

Námskynningin er ætluð grunnskólanemendum í Fjarðabyggð sem eru að hefja nám í 10. bekk grunnskólans að hausti. Þátttakendum gefst kostur á að kynna sér iðnám við VA á vinnutíma vinnuskólans. Hver velur sér iðngrein og leggur stund á hana í eina viku samfellt eða 4 klst. á dag, fyrstu starfsviku vinnuskólans 5. til 12. júní. Styrktaraðilar verkefnisins 2014 eru G. Skúlason, Síldarvinnslan, Alcoa, Eskja, VHE vélaverkstæði, Launafl og Loðnuvinnslan.

Reglur Vinnuskóla Fjarðabyggðar

 • Mæta skal stundvíslega og vera tilbúinn til að hefja verk á tilsettum tíma.
 • Pásur og kaffitímar eru eftir samkomulagi flokksstjóra og nemenda. Vegalengdir eru ekki afsökun fyrir óstundvísi.
 • Nemendur virði skoðanir og persónur og sýni kurteisi í samskiptum við stjórnendur skólans, bæjarbúa og aðra nemendur. Allir geta gert mistök, nemendur, flokksstjórar og yfirmenn.
 • Hver einstaklingur hefur með sér nesti og þann hlífðarfatnað sem þarf fyrir hvern vinnudag þótt veður breytist.
 • Klæðnaður nemenda og flokksstjóra skal vera í samræmi við veður og vinnuaðstæður.
 • Laun eru ekki greidd fyrir þann tíma sem fer í að ná í fatnað, nesti eða annað sem gleymst hefur.
 •  Vinna skal öll verk eins vel og framast er kostur.
 • Aldur vinnufélaga skiptir ekki máli.  Við vinnum með öðrum en vinum okkar.
 • Notkun tóbaks og annarra vímuefna er bönnuð í vinnuskóla á vinnutíma.
 • Sjoppuráp er bannað.
 • Allir gangi vel um verkfæri og tæki. Andvirði áhalda sem eru skemmd af ásettu ráði dregst frá launum.
 • Foreldrar láti vita um forföll vegna veikinda.
 • Biðja verður flokksstjóra eða yfirflokksstjóra um frí.
 • Notkun farsíma á vinnutíma eru bönnuð.
 • Að öðru leyti skal farið eftir þeim reglum sem almennt gilda á vinnumarkaði.
 

Fjarvistir og viðurlög

Vinnuskóli heyri undir bæjarverkstjóra og er hann næsti yfirmaður flokksstjóra. Fari unglingur ekki að tilmælum flokksstjóra eða sættir sig ekki við starfs- og umgengnisreglur vinnuskólans, er honum gefið tækifæri á að bæta sig.  Beri það ekki árangur er hann sendur heim launalaust. Forföll vegna veikinda eru greidd í allt að 8 klst á mánuði (16 klst m.v. fulla vinnu). Sjá nánar á umsóknarblaði.  
 

Umsjónarmenn

Neskaupstaður:  Þorsteinn Guðjónsson, steini@fjardabyggd.is
Eskifjörður/ Reyðarfjörður: Ari Sigursteinsson, ari.sigursteinsson@fjardabyggd.is
Fáskrúðsfjörður: Björgvin Baldursson, bjorgvin.baldursson@fjardabyggd.is
Stöðvarfjörður: Bjarni Gíslason, bjarni@fjardabyggd.is

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is
og forstöðumaður stjórnsýslu, 
fjardabyggd@fjardabyggd.is,
470 9000. 

YFIRSTJÓRN

Mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is,
sími 470 9019.