BREYTINGAR Á HÚSNÆÐI

Sækja þarf um leyfi til breytinga á húsnæði til byggingarfulltrúa og er það hluti af byggingarleyfisumsókn. Með breytingum á húsnæði er átt við allar breytingar sem gerðar eru á húsnæði bæði að utan og innan. Sækja ber um byggingarleyfi fyrir breytingum á útliti byggingar eða þegar endurbyggja þarf burðarvirki að hluta eða öllu leyti. Einnig þarf að sækja um leyfi þegar breyta á starfsemi í húsnæði.

 Ekki má flytja til votrými eða eldhús innan íbúðar, né breyta burðarvirki, burðarveggjum eða eldvarnarveggjum nema að fengnu byggingarleyfi. Minniháttar framkvæmdir eru þó undanþegnar byggingarleyfi samkvæmt byggingarreglugerð, sjá gr. 2.3.5. Fyrirspurnum um breytingar á húsnæði og forsendur leyfisveitingar veitir byggingarfulltrúi í síma 470 9000 eða á netfanginu
byggingarfulltrui@fjardabyggd.is.

Umsóknarferli

  • Umsækjandi sendir inn umsókn.
  • Byggingarfulltrúi tekur umsóknir til 
    meðferðar/afgreiðslu tvisvar í mánuði.
  • Málið fer fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd sem fundar tvisvar í mánuði.
  • Svarbréf sent til umsækjanda.