Fasteignagjöld

Fjarðabyggð leggur fasteignagjöld á hverju ári á eigendur allra fasteigna í sveitarfélaginu í samræmi við lög um tekjustofna sveitarfélaga.  Fasteignagjöld samanstanda af nokkrum gjöldum;  fasteignaskatti, lóðarleigu, holræsagjaldi, vatnsgjaldi, sorphirðugjaldi og sorpeyðingargjaldi.  Fasteignagjöld eru álögð í lok janúar á hverju ári.

Fasteignagjöld eru álögð á allar fasteignir, lóðir og lendur í sveitarfélaginu.  Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt afsláttarreglur á hverju ári fyrir eldri borgara og öryrkja og taka reglurnar mið af tekjum og eignum viðkomandi einstaklinga.  Ekki þarf að sækja sérstaklega um þennan afslátt. Fasteignagjöld lúta lögum nr. 4/1994 og eru álögð gjöld í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Fjarðabyggðar á hverju almanaksári.

ábendingar og kvartanir

Gjaldkeri, sími 470 9094, 
kristinn.thorsteinsson@fjardabyggd.is
og fjármálastjóri, sími 470 9092,
fjarmalastjori@fjardabyggd.is

Yfirstjórn

Fjármálastjóri Fjarðabyggðar,
fjarmalastjori@fjardabyggd.is,
sími 470 9092.