Niðurrif húsa

Niðurrif húsa er byggingarleyfisskyld framkvæmd og er hluti af byggingarleyfisumsókn. Umsækjandi þarf að vera þinglýstur eigandi eignarinnar. Gjald er innheimt við útgáfu leyfis, samkvæmt gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa í Fjarðabyggð. Sótt er um niðurrif húsa á eyðublaði fyrir „byggingarleyfi“ sem hægt er að nálgast á vef Fjarðabyggðar, í þjónustugáttum bókasafna eða á bæjarskrifstofu. Nánari upplýsingar um niðurrif húsa og forsendur leyfisveitingar veitir byggingarfulltrúi á byggingarfulltrui@fjardabyggd.is  eða 
í síma 470 9000. 

Umsóknarferli
  • Umsækjandi sendir inn umsókn
  • Byggingarfulltrúi tekur málið til meðferðar innan 14 daga
  • Málið fer fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd sem fundar tvisvar sinnum í mánuði
  • Umsækjandi fær sent svarbréf
  • Skila má umsóknum inn á byggingarfulltrui@fjardabyggd.is, bæjarskrifstofu eða þjónustugáttum bókasafna.

Fylgigögn með umsókn

  • Veðbókarvottorð
  • Starfsleyfi frá HAUST ef um stærri húsnæði eða menguð byggingarefni er að ræða