Stöðuleyfi

Almennt 

Sótt er um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa og er umsókn hluti af byggingarleyfisumsókn. Stöðuleyfi er heimild til að staðsetja hjólhýsi, gáma, torgsöluhús og þess háttar  á tilteknum stað í takmarkaðan tíma. Stöðuleyfi getur gilt lengst í eitt ár. Nánari upplýsingar um stöðuleyfi og forsendur leyfisveitingar veitir byggingarfulltrúi á netfanginu byggingarfulltrui@fjardabyggd.is 
eða í síma 470 9000.

 

Ferli umsóknar 

 • Byggingarfulltrúi tekur innsendar umsóknir
  til meðferðar/afgreiðslu tvisvar í mánuði.
 • Málið fer fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd,
  sem fundar tvisvar í mánuði.
 • Svarbréf sent til umsækjanda.
 • Skila má umsóknum inn á byggingarfulltrui@fjardabyggd.is, bæjarskrifstofu eða þjónustugáttum bókasafna.

Stöðuleyfi fyrir gáma og aðra lausafjármuni

Sækja þarf um stöðuleyfi hjá framkvæmdasviði Fjarðabyggðar til að láta gáma og aðra lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Sækja þarf um stöðuleyfi ef óskað er eftir að staðsetja gáma eða aðra lausafjármuni tímabundið á iðnaðar- og athafnalóðum í tengslum við atvinnurekstur.

Skila ber inn afstöðumynd af lóð sem sýnir m.a. fyrirkomulag og staðsetningu á geymslusvæði. Sækja þarf um stöðuleyfi ef óskað er eftir að staðsetja gáma eða aðra lausafjármuni tímabundið í dreifbýli. Skila ber inn afstöðumynd af lóð sem sýnir m.a. fyrirkomulag og staðsetningu á geymslusvæði. Á íbúðarhúsalóðum eru ekki gefin út stöðuleyfi fyrir gáma eða aðra lausafjármuni nema í  sérstökum tilvikum eða þegar um tímabundnar framkvæmdir er að ræða.

 

Fylgigögn með umsókn

Samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standa á.

Einnig þurfa að fylgja með uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til þess að sýna staðsetningu, útlit, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna. 

Skipulögð gámasvæði eru á staðsett á eftirtöldum stöðum:

  • Stöðvarfjörður, Bólsvör 1
  • Fáskrúðsfjörður, Nesvegur 15
  • Reyðarfjörður, Hjallaleira 17
  • Eskifjörður, Leirukrókur 11
  • Norðfjörður, Naustahvammur 76