Fjarðakortið í strætó

Fjarðakortið er snertilaust CTS snjallkort sem gildir í Strætisvagna Austurlands og íþróttamiðstöðvar Fjarðabyggðar. Kortið er borið upp að kortalesara og gjaldfærir sjálfkrafa aðgönguverð. Það er fáanlegt sem almennt handhafakort eða persónugert Fjarðakort. Tekið er við pöntunum á persónugerðum kortum í sundlaugum, líkamsræktarstöðvum eða á skrifstofu Fjarðabyggðar, 470 9000.

Svæðamiðar gilda fyrir tiltekin gjaldsvæði og eru eingöngu seldir á persónugerðu korti. Skiptimiða má fá á bæði almennu handhafakorti og persónugerðu. Fjarðakortið er hluti af CTS-aðgangsstýringarkerfi (Curron Ticket System) sem Fjarðabyggð hefur tekið upp samhliða SVAust og kemur í stað beinnar miðasölu eða gjaldtöku. Kaupa áfyllingu.

  • Kaupa má staka skiptimiða eða 10 skiptimiða kort og gildir hver miði fyrir eitt gjaldsvæði. Skiptimiða er úthlutað sjálfkrafa sem gildir í 3 klukkustundir ef skipta þarf um vagn á leðinni. 
  • Svæðamiðar gilda í 1, 3, 6, 9 eða 12 mánuði í senn og veita ótakmarkaðan aðgang á gildistíma á þeim gjaldsvæðum sem viðkomandi miði nær yfir. Sjá gjaldsvæðin.
  • Farmiði fyrir grunnskólabörn er ársmiði sem gildir á hverju skólaári frá 01.09. til 31.08. og veitir ótakmarkaðan ókeypis aðgang á öllum gjaldsvæðum SVAust.
  • Farmiðar fyrir framhaldsskóla gilda annars vegar frá 20.08. til 31.12 og hins vegar 01.01. til 20.05. á hverju almanaksári og veita ótakmarkaðan aðgang að öllum gjaldssvæðum.

Ábendingar og kvartanir

Aðstoðarmaður umhverfisstjóra, 
anna.k.svavarsdottir@fjardabyggd.is
sími 470 9038.

Yfirstjórn

Mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is
.
sími 470 9019.