Loftmengun vegna eldgoss norðan Vatnajökuls

Viðvörun og spákort Veðurstofu

Veðurstofan gasdreifing spákort

Gasdreifingarspá Veðurstofu

Veðurstofan gasdreifingarspá

Umhverfisstofnun loftgæðamælingar 

UST loftgæðamælingar

 

Umhverfisstofnun upplýsingasíða

Ust upplýsingasíða

Leiðbeiningar frá Almannavörnum

  • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð.
  • Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Töfluna um viðbrögð við loftmengun hér til hliðar má finna á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is.
  • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis (SO2) á www.vedur.is og eru þær einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
  • Fylgjast má með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is. Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast. Tilmæli og leiðbeiningar má einnig nálgst á www.ust.is og www.landlaeknir.is.
  • Umhverfisstofnun hefur umsjón með dreifingu handmæla um allt land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar. Sjá staðsetningu mæla í Fjarðabyggð.
  • Tekið er við fyrirspurnum vegna loftmengunar á netfanginu gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Ráðlögð viðbrögð við SO2 gosmengun

Ráðlögð viðbrögð við SO2 gosmengun