Hunda- og kattahald

Hundar og kettir eru skráningarskyldir frá 3. mánaða aldri, en auk þess þarf að skrá dýr innan mánaðar eftir að það kemur á nýtt heimili. Þá þarf að tilkynna afskráningu innan mánaðar ef hundur eða köttur skiptir um heimili eða deyr.  Greitt er fyrir leyfi til hunda- og kattahalds skv. gjaldskrá, en árlegt leyfisgjald er sent út í greiðsluseðli, með gjalddaga 1. nóvember ár hvert. Innifalið í leyfisgjaldinu er ormahreinsun og trygging gagnvart þriðja aðila. 

Boðun um ormahreinsun er send út árlega. Skylt að mæta með dýrin í hana, en hreinsun hunda og katta fer fram í september ár hvert. Sveitarfélagið sér um handsömun hunda í lausagöngu og villikatta. Einnig er tekið við kvörtunum vegna hunda og katta. Ábendingar og kvartanir eru metnar í hverju tilfelli fyrir sig og er lögð áhersla á að bregðast við í samræmi við það. Þeim má koma beint til starfsmanns dýraeftirlits, Guðlaugs Sigfússonar í síma 860 4525.

Umsóknarferli

  • Þegar sótt hefur verið um leyfi og það samþykkt, er númer sent til eiganda dýrsins ásamt afriti af afgreiddu umsóknarblaði og samþykktum Fjarðabyggðar um hunda- og kattahald.
  • Þegar hundur eða köttur er afskráður er viðkomandi endurgreitt leyfisgjald hlutfalllega m.v. líðandi ár.
  • Vottorði frá dýralækni sem er útgefið innan ársins.
  • Samþykki allra íbúðareigenda ef búið er í fjölbýlishúsi.