Refa- og minkaveiðar

Refaveiðar
Hvert grenjaveiðitímabil stendur yfir frá 1. maí  til 31. júlí ár hvert. Á því tímabili er aðeins ráðnum veiðimönnum heimilt að veiða grendýr og yrðlinga en þó er ábúendum heimilt að veiða á sínum jörðum.

Minkaveiðar
Veiðimenn eru ráðnir í grenjavinnslu frá 20. apríl til 30. júní og þeim greidd verðlaun, tímakaup og akstur skv. gjaldskrá Umhverfisstofnunnar ( UST).

Verðlaun fyrir ráðna veiðimenn

 • Refir 14.000 kr. á dýr

 • Yrðlingar 14.000 kr. á dýr

  Frá 1. ágúst til 30.apríl er öllum veiðimönnum heimilt að veiða refi.
  Gjaldskrá á því tímabili er eftirfarandi:

 • Refir 7.000 kr. á dýr

 • Yrðlingar 1.600 kr. á dýr

  Öll veiði er bönnuð á friðlýstum svæðum í Fjarðabyggð. Þó má sækja um undanþágu til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. 

  Sumarið 2014 sinntu eftirtaldir einstaklingar refaveiðum

  Norðfjörður, Hellisfjörður, Viðfjörður og Sandvík
  Sigurður V. Jóhannesson og Atli Rúnar Eysteinsson.

  Eskifjörður og Vöðlavík 
  Eysteinn Gunnarsson og Atli Rúnar Eysteinsson.

  Reyðarfjörður
  Sigurgeir Jóhannsson og Gunnar B. Ólafsson.

  Fáskrúðsfjörður 
  Guðjón Guðjónsson.

  Stöðvarfjörður og Eyri í Fáskrúðsfirði
  Þorsteinn Erlingsson og Jón Ben Sveinsson.

Gjaldskrá UST

 • Verðlaun fyrir unninn mink 3.000 kr. á dýr.

 • Tímakaup ráðinna veiðimanna 1.500 kr./klst.

 • Akstur 116 kr./km.

  Frá 1. júlí til 19. apríl er öllum veiðimönnum heimilt að veiða mink. Verðlaun fyrir unnin mink á vetrarveiði eru 3.000 kr. á dýr. Ekki er greitt tímakaup eða akstur.

  Öll veiði er bönnuð á friðlýstum svæðum í Fjarðabyggð. Þó má sækja um undanþágu til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. 

  Nánari upplýsingar um refa- og minkaveiðar veitir umhverfisfulltrúi.

  Sumarið 2014 sinna eftirtaldir einstaklingar minkaveiðum

  Mjóifjörður, Norðfjörður, Hellisfjörður, Viðfjörður, 
  Sandvík, Eskifjörður, Vöðlavík og Reyðarfjörður
  Boði Stefánsson

  Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður
  Verið er að ganga frá ráðningu.

Yfirlit yfir veiðar

   2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
Refir  103 101 112 199 94 115 135
(þarf af yrðlingar)  (59) (55) (56) (39) (36) (36) (32)
Minknar 64 153 321 150 76 146 44
(þar af hvolpar)   (6) (194) (71)   (18)  
Alls  167 254 433 349  170 261 179

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar, 
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is  
sími 470 9019 og forstöðumaður stjórnsýslu 470 9000 fjardabyggd@fjardabyggd.is

YFIRSTJÓRN

Mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar, 
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is