Atvinnuleysisbætur

Atvinnuleysisbætur eru fyrir þá sem ekki hafa atvinnu, hafa skrá sig sem atvinnuleitanda og  þiggja atvinnuleysisbætur á meðan á leit að vinnu stendur. Atvinnulaus vinnuleitandi þarf að skrá sig mánaðarlega milli 20.- 25. hvers mánaðar. Upplýsingar um atvinnuleysisbætur eru veittar á skrifstofu Vinnumálastofnunar Austurlands, Miðási 1, 700 Egilsstöðum, sími 512 8280, austurland@vmst.is.

Framkvæmd þjónustunnar er öll hjá Vinnumálastofnun og frumriti umsóknar skal skilað til Vinnumálastofnunar. Atvinnuleitendur geta einnig skráð sig á vef  Vinnumálastofnunar.  Liðið geta þrjár til sex vikur frá því að umsókn berst og þangað til að hún er tekin fyrir hjá Greiðslustofu Vinnumálastofnunar.

Fygligögn með umsókn  

  • Vottorð frá vinnuveitendum um vinnutíma og hlutfall vinnu vegna síðustu 36 mánaða.
  • Tilkynning um tekjur
  •  Skattkort