Barnavernd

Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd. Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart.

Ef lögregla verður þess vör að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu skal hún tilkynna barnaverndarnefnd um það.   

Sjá nánar í barnaverndarlögum.

Ferli máls

Tilkynning til barnaverndar á að vera að fullu útfyllt eins og tilgreint er á þar til gerðum eyðublöðum og mikilvægt er að tilkynnandi skili nafni og símanúmeri til barnaverndarnefndar. Óski tilkynnandi nafnleyndar gagnvart öðrum en barnaverndarnefnd er það virt nema sérstakar ástæður mæli gegn því. Starfsfólk barnaverndar er bundið þagnareiði sem aldrei er rofinn. Barnaverndarstarfsfólk fer yfir allar tilkynningar og tekur afstöðu til þess innan sjö daga  hvort ástæða sé til að hefja könnun máls.

 Markmið þess er að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns og meta þörf fyrir úrræði samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Þegar mál hefur verið nægjanlega kannað að mati barnaverndarnefndar, skal nefndin taka saman greinargerð þar sem lýst er niðurstöðum könnunar, tiltekið er hvaða úrbóta sé þörf og settar eru fram tillögur að heppilegum úrræðum ef því er að skipta. Tilkynnanda berast ekki  upplýsingar um framvindu málsins, sem er á ábyrgð barnaverndarnefndar.

Leiðin áfram

Leiðin áfram 14 ára og yngri
Kynferðislegt ofbeldi gagnvart 14 ára og yngri
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þolendur og aðstandendur

Leiðin áfram 15 ára og eldri
Kynferðislegt ofbeldi gagnvart 15 ára og eldri
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þolendur og aðstandendur

Nánari upplýsingar

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, felagsthjonusta@fjardabyggd.is
sími 470 9000. Umsjón með málaflokknum hefur félagsmálastjóri Fjarðabyggðar.

Ábendingar og kvartanir má senda forstöðumanni stjórnsýslu í síma 470 9000 fjardabyggd@fjardabyggd.is

Tilkynning til barnaverndarnefndar

Tekið er við tilkynningum í neyðarnúmerinu 112. Tilkynningareyðublöð má einnig nálgast á vef Fjarðabyggðar, hjá þjónustugáttum bókasafna eða bæjarskrifstofu. Tilkynningu skal skilað til félagsþjónustu Fjarðabyggðar í lokuðu umslagi merktu trúnaðarmál eða til þjónustugáttar í bókasöfnum - eða senda í pósti á fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfjörður.