Félagsleg liðveisla

Félagsleg liðveisla er fyrir fatlaða einstaklinga sem þurfa persónulegan stuðning og aðstoð við að rjúfa félagslega einangrun. Forsenda þess að geta sótt um félagslega liðveislu er að umsækjandi eigi lögheimili í Fjarðabyggð eða Breiðdalshreppi. Veita má félagslega liðveislu fötluðum einstaklingum á aldrinum 5 til 67 ára. Einnig má veita félagslega liðveislu börnum á aldrinum 5 til 18 ára

 

 sem hafa ADHD-greiningu eða eru langveik og uppfylla ofangreind skilyrði um félagslega einangrun. Að öllu  jöfnu er félagsleg liðveisla ekki veitt þeim einstaklingum sem njóta sólarhringsþjónustu. Þjónusta er háð fjárhagsáætlun hverju sinni. Hún er tímabundin og er tímafjöldi og lengd samningstíma háð mati hverju sinni. Þjónustan er notendum að kostnaðarlausu.

Umsóknarferli

Umsóknir eru teknar fyrir á meðferðarfundi ráðgjafar- og búsetuteymis fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar. Við matið er tekið sérstakt tillit til sjónarmiða umsækjanda, færni hans til að sinna athöfnum daglegs lífs, félagslegrar stöðu og virkni og fjölskylduaðstæðna. Afgreiðsla umsókna er hjá starfsfólki félagsþjónustu, felagsthjonusta@fjardabyggd.is, sími 470 9000.

Ákvörðun um afgreiðslu umsóknar er tekin á meðferðarfundi ráðgjafar- og búsetuteymis en í sérstökum tilfellum getur þurft að vísa umsókninni til félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Umsækjandi fær bréf um niðurstöðu í pósti. Framkvæmd þjónustunnar er samkomulagsatriði milli fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, notanda (eða forráðamanna hans) og liðveitanda. Umsóknareyðublöð eru á vef Fjarðabyggðar, þjónustugáttum bókasafan og á bæjarskrifstofu.

Fylgigögn með umsókn

  •  Óskað er eftir læknisvottorði eða greinargerð frá fagaðila ef þurfa þykir.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér á vef Fjarðabyggðar, á bókasöfnunum eða á bæjarskrifstofu.

Ábendingar og kvartanir

Forstöðumaður stjórnsýslu,
fjardabyggd@fjardabyggd.is,
simi 470 9000.

Yfirstjórn

Félagsmálastjóri Fjarðabyggðar, 
felagsthjonusta@fjardabyggd.is,
sími 470 9000.