Félagsleg ráðgjöf

Þjónustan er í formi almennrar og sérhæfðrar ráðgjafar. Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um málefni fatlaðs fólks. Markmið félagslegrar ráðgjafar er tvíþætt. Annars vegar að veita upplýsingar um félagsleg réttindamál og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda. 

Ráðgjöfin sem stendur til boða er:

  • Félagsleg ráðgjöf s.s. vegna uppeldis- og samskiptavanda, skilnaðar, forsjár- og umgengnismála.
  • Ráðgjöf vegna fjármála
  • Ráðgjöf vegna húsnæðismála og/eða þjónustu í búsetu
  • Ráðgjöf er tengist atvinnu og endurhæfingu
  • Sérhæð ráðgjöf /þjónusta vegna fatlaðra barna

Sérhæfð ráðgjöf í málefnum fólks með fötlum

Auk félagslegrar ráðgjafar veitir fjölskyldusviðið sérhæfða ráðgjöf til fatlaðra og fjölskyldna þeirra, m.a. í formi stuðningsviðtala og ráðgjafar til fólks úti í þjóðfélaginu sem starfar með fötluðu fólki. Hjá sviðinu getur fólk m.a. fengið upplýsingar um rétt sinn til þjónustu 

en mat á þjónustuþörf er unnið í samvinnu við þá aðila sem í hlut eiga. Samhæfing ýmissa þátta, s.s. skóla, heimilis, tómstunda og vinnu, er nauðsynleg til að þjónustan nýtist sem best. Samstarf er við þá þjónustuaðila sem koma að þjónustu við fjölskylduna. 

Umsóknarferli

Óskað er eftir ráðgjafaviðtali hjá félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000. Tekið er við óskum um viðtalstíma virka daga frá 8:15-16:00.

Félagsþjónustan er með símatíma  mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10:00 - 12:00. 

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Forstöðumaður stjórnsýslu,  fjardabyggd@fjardabyggd.is
simi 470 9000.

YFIRSTJÓRN

Félagsmálastjóri Fjarðabyggðar 470 9017,
felagsthjonusta@fjardabyggd.is,