Heimaþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta er fyrir þá sem hafa lögheimili í Fjarðabyggð, búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálpalaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. Þörf er metin í hverju einstöku tilviki.

Notandi greiðir  hverja vinnustund samkvæmt gjaldskrá. Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir notendur sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun Ríkisins (TR).   Ákvörðun um lækkun eða niðurfellingu greiðslu vegna heimaþjónustu er tekin af félagsmálanefnd.

Umsóknarferli

Afgreiðsla umsóknar er hjá deildarstjóra heimaþjónustu. Hver umsókn er afgreidd á grundvelli faglegs mats á getu umsækjanda og aðstæðum. Hluti af því mati er vitjun á heimili umsækjanda. Óskað er eftir læknisvottorði þyki ástæða til. Þjónustan er margbreytileg og sniðin að þörfum hvers og eins. Starfsfólk í heimaþjónustu aðstoðar m.a. við almenn heimilisþrif, þvotta og sinnir reglulegu innliti. Notendur geta einnig fengið aðstoð við innkaup. Starfsfólkið leitast við að mæta persónulegum þörfum einstaklinga og er félagslegur stuðningur, hvatning og samvera mikilvægir þættir í starfinu.

Öllum umsóknum er svarað af deildarstjóra heimaþjónustu.

Eyðublað má nálgast hér á vefnum, bókasöfnunum, bæjarskrifstofu, Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og á heilsugæslustöðvum HSA í Fjarðabyggð.

Umsóknum má skila til bæjarskrifstofu Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði, í þjónustugáttir á bókasöfnum í Fjarðabyggð og á heilsugæslustöðvum HSA í Fjarðabyggð.

Fylgigögn með umsókn

  • Óskað er eftir læknisvottorði þyki ástæða til.

Ábendingar og kvartanir

Forstöðumaður stjórnsýslu, 
fjardabyggd@fjardabyggd.is,
sími 470 9000. 

Umsjón

Deildarstjóri heimaþjónustu í síma 470 9024
heimatjonusta@fjardabyggd.isYfirstjórn er á hendi félagsmálastjóra í síma 470 9017, felagsthjonusta@fjardabyggd.is