Sérstakar húsaleigubætur

Sérstakar húsaleigubætur eru fyrir þá sem ekki eru færir um að sjá sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna, þungrar framfærslubyrði eða annarra félagslegra aðstæðna. 

Umsókn um sérstakar húsaleigubætur er hægt að nálgast á bókasöfnum Fjarðabyggðar og skrifstofu Fjarðabyggðar. Fyrirspurnir má senda að senda á felagsthjonusta@fjardabyggd.is.

Umsóknarferli

Umsóknir eru teknar fyrir af starfsfólki fjölskyldusviðs á reglulegum fundum. Við mat á umsóknum er tekið tillit til eigna, tekna og greiðslugetu umsækjenda, ásamt félagslegum aðstæðum. Umsækjendur fá skrifleg svör í kjölfar ákvarðana um umsóknir.

Fái umsækjandi umsókn sína um sérstakar húsaleigubætur samþykkta gildir samþykktin í sex mánuði og þarf að endurnýja umsóknina að þeim tíma loknum.

Gögn sem fylgja þarf umsókn

  • Staðfestu afriti af þremur síðustu skattframtölum umsækjanda og maka eða sambúðaraðila.
  • Síðasta greiðsluseðli allra lána umsækjanda.
  • Búsetuvottorði frá Þjóðaskrá.
  • Launaseðlum umsækjanda, og þeirra sem með honum búa og hafa náð 20 ára aldri, vegna síðustu  þriggja mánaða eða staðfesting á reiknuðu endurgjaldi vegna sjálfstæðrar starfsemi.
  • Núverandi leigusamningi og umsögn fyrrverandi/núverandi leigusala um greiðslu húsaleigu og umgengni leigjanda um hið leigða.

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Forstöðumaður stjórnsýslu,
fjardabyggd@fjardabyggd.is,
sími 470 9000.

Yfirstjórn

Félagsmálastjóri Fjarðabyggðar, 
felagsthjonusta@fjardabyggd.is,
sími 470 9017.