Skammtímavistun

Foreldrar fatlaðra barna eiga kost á skammtímavistun fyrir börn sín þegar þörf krefur. Fötluð ungmenni og fullorðnir, sem búa í heimahúsum, eiga einnig á skammtímavistun. Skammtímavistun er tímabundin dvöl sem er ætlað að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna, veita þeim tilbreytingu og stuðla að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum.

Skammtímavistun fyrir félagsþjónustusvæði Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar er staðsett í Neskaupstað. Þjónustan er veitt í þjónustuíbúðunum að Bakkabakka 15. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Umsóknarferli

Þrisvar á ári er ákveðið hvernig þjónustunni er háttað. Fyrir hvert tímabil er kallað eftir óskum þeirra sem eru að nota þjónustuna áður en hún er endurskipulögð og nýir umsækjendur teknir inn eftir föngum. Afgreiðsla umsókna er hjá starfsfólki fjölskyldusviðs, sími 470 9000,  felagsthjonusta@fjardabyggd.is.

 Umsóknir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast. Afgreiðsla umsókna er hjá starfsfólki fjölskyldusviðs í síma 470 9000,  netfang  felagsthjonusta@fjardabyggd.is. Umsóknareyðublað má nálgast á vef Fjarðabyggðar, bæjarskrifstofu og á bókasöfnum.  

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Forstöðumaður stjórnsýslu,
fjardabyggd@fjardabyggd.is,
simi 470 9000.

YFIRSTJÓRN

Félagsmálastjóri Fjarðabyggðar, 
felagsthjonusta@fjardabyggd.is,
sími 470 9000.