Börn með fötlun - stuðningsfjölskyldur

Forráðamenn fatlaðra barna geta sótt um stuðningsfjölskyldur fyrir börn sín. Hlutverk stuðningsfjölskyldna er að taka fatlað barn í sína umsjá í skamman tíma í senn. Tilgangurinn er að létta álagi á fjölskyldur barna með fatlanir en þörf fyrir þjónustuna er metin í hverju tilfelli fyrir sig út frá aðstæðum barnsins og fjölskyldunnar.

 Þjónustan er gjaldfrjáls. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk fjölskyldusviðs, felagsthjonusta@fjardabyggd.is, sími 470 9000.

Umsóknarferli

Afgreiðsla umsókna er hjá starfsfólki fjölskyldusviðs. Umsóknir eru teknar fyrir á meðferðarfundum ráðgjafar- og búsetuteymis fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, sem haldnir eru vikulega. Í sérstökum tilfellum getur þurft að vísa umsókninni til félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Umsækjandi fær bréf um niðurstöðu umsóknar sent í pósti. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk fjölskyldusviðs, felagsthjonusta@fjardabyggd.is, sími 470 9000.

Ef umsókn er samþykkt er framkvæmd þjónustunnar samkomulagsatriði milli fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, forráðamanna barns sem um ræðir og tilvonandi stuðningsfjölskyldu barnsins. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á vef Fjarðabyggðar, í þjónustugáttum bókasafna eða bæjarskrifstofu.

Fylgigögn með umsókn

  • Umönnunarmat frá Tryggingastofnun ríkisins

ÁBENDINGAR OG kvartanir

Forstöðumaður stjórnsýslu,
fjardabyggd@fjardabyggd.is,
sími 470 9000.

Yfirstjórn

Félagsmálastjóri Fjarðabyggðar,
felagsthjonusta@fjardabyggd.is,
sími 470 9017.