Grunnskólum færð sólmyrkvagleraugu að gjöf

16.3.2015

Sólmyrkvagleraugum hefur verið dreift ókeypis til grunnskólabarna í Fjarðabyggð. Að dreifingunni standa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá og hefur þessi sérútbúni hlífðarbúnaður borist öllum grunnskólabörnum landsins að gjöf. 

Þá verða sólmyrkvagleruaugu til sölu í Skíðamiðstöðinni Oddsskarði 20. mars nk. samhliða sérstakri opnun miðstöðvarinnar vegna sólmyrkvans.

Án viðeigandi hlífðarbúnaðar getur það valdið varanlegum augnskaða og jafnvel blindu að horfa beint á sólina. Í sólmyrkvagleraugum er sérstök filma sem síar burt skaðlegum útfjólubláum og innrauðum geislum sólar.

Nánar um dreifingu sólmyrkvagleraugna