mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjarðabyggðaveitur

Fjarðabyggðrveitur hafa yfirumsjón með veitum sveitarfélagsins, vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu. Í því felst m.a. viðhald og framkvæmdir, tæknimál, fagleg stefnumótun, framtíðarþróun og eftirlit og gæðastjórnun veitnanna. 

Forstöðumaður veitna hefur með höndum undirbúning stefnumótunar í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, stýrir rekstri starfseminnar með áherslu á forystu á sviðum veitna bæjarins, hvort sem um er að ræða starfsemi á eigin vegum eða á grunni útboða eða þjónustusamninga við birgja. Sviðsstjóri fer með frumkvæðishlutverk í stefnumörkun, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, þróunarstarfi, gæðastarfi, samningagerð og greiningu upplýsinga varðandi veitur sveitarfélagsins og rekstur þeirra.

Vatnsveita Fjarðabyggðar 

Vatnsveita Fjarðabyggðar var stofnuð 1998 með sameiningu þriggja vatnsveitna, Vatnsveitu Neskaupstaðar, Vatnsveitu Eskifjarðar og Vatnsveitu Reyðarfjarðar. Vatnsveitan nýtir vatnsból á sex aðal vatnstökusvæðum og dreifir neysluvatni frá þeim til notenda áfram um þrjú aðskilin dreifikerfi. Við sameiningu við Austurbyggð í júní 2006 bættust við vatnsveitur á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Mjóafirði.

Hlutverk Vatnsveitu Fjarðabyggðar er að annast alla almenna þjónustu við vatnsnotendur og tryggja að ætíð sé fyrir hendi nægt vatn. Vatnsveitan nýtir vatnsból á sex aðskildum megin svæðum og dreifir neysluvatni frá þeim til notenda áfram um aðskilin dreifikerfi. Allar veiturnar byggja og reka eigið vinnslu- og dreifikerfi. Eftirlits- og stýrikerfi veitunnar er sameiginlegt og samtengt í Neskaupstað, Eskifirði og á Reyðarfirði þannig að hægt er að fylgjast með og vakta allt kerfið frá þremur stöðum. Stefnt er að því að stýrikerfið nái til allra hluta vatnsveitunnar. Auk þess er hægt að skoða stöðu kerfisins í gegnum heimasíðu Fjarðabyggðar fyrir þá sem aðgang hafa að því.

Í Fjarðabyggð eru vatnsveitur í öllum byggðarkjörnum og eru þær reknar sem sjálfstæðar einingar vegna landfræðilegra aðstæðna á hverjum stað. Fráveita er sjálfstæð eining í hverjum kjarna og er rekstur hennar og framkvæmdir kostaðar af bæjarsjóði. Virkjun er við Búðará en Rarik veitir raforku til allra þéttbýliskjarna í Fjarðabyggð. Hitaveita Fjarðabyggðar er á Eskifirði, en þar hafa verið virkjaðar tvær borholur sem sjá þéttbýli á Eskifirði fyrir rúmlega 80°C heitu vatni. Þá hefur fjarvarmaveita lengi verið rekin í Neskaupstað og á Reyðarfirði. Vatn er í báðum tilvikum hitað í rafskautakatli og er því eingöngu veitt til stórnotenda um lokað kerfi.

Hitaveita Fjarðabyggðar 

Hitaveita Fjarðabyggðar annast öflun, dreifingu og sölu á heitu vatni til kyndingar og neyslu. Veitusvæði, til dreifingar á hitaorku/heitu vatni, er allt svæðið innan marka þéttbýlisins á Eskifirði sem markast af Mjóeyri að utan og býlinu Eskifirði að innan. Hitaveitan hefur einkarétt til dreifingar og sölu á hitaorku/heitu vatni á orkuveitusvæði sínu.

Hitaveita Neskaupstaðar (fjarvamaveita) var formlega stofnuð árið 1992. Landsvirkjun áskilur sér rétt til að taka rafmagnið út með litlum fyrirvara ef þörf krefur. Þessi samningur hefur gert Hitaveitunni kleift að bjóða upp á töluvert lægri orkugjöld en ella. Veitan þjónar aðeins stofnunum í Neskaupstað.

Í Íbúagáttinni hér á vefnum má finna upplýsingar um reikninga, notkun og fleira sem varðar hitaveituna undir flipanum "Orkan mín". Á íbúagáttinni er einnig skilað inn upplýsingum um notendaskipt. Hér má finna leibeiningar: Leiðbeiningar vegna - Orkan mín

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar: 

https://www.fjardabyggd.is/abending

YFIRSTJÓRN

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs,