mobile navigation trigger mobile search trigger

LISTASMIÐJUR MENNINGARSTOFU FJARÐABYGGÐAR FYRIR BÖRN SUMARIÐ 2024

07.05.2024 LISTASMIÐJUR MENNINGARSTOFU FJARÐABYGGÐAR FYRIR BÖRN SUMARIÐ 2024

Menningarstofa Fjarðabyggðar mun, líkt og síðustu ár, halda úti listasmiðjum sumarið 2024 en þar eru í boði skapandi námskeið fyrir börn sem lokið hafa 3.-7. bekk grunnskóla (fædd 2011-2015). Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð. Athugið að takmarkaður fjöldi barna kemst í hverja smiðju og fyrstur kemur fyrstur fær. Reiknað er með 12-15 börnum í allar smiðjur nema Textílsmiðjuna sem tekur við 8 þátttakendum.

Lesa meira

Skíðatímabilinu í Oddsskarði lokið

06.05.2024 Skíðatímabilinu í Oddsskarði lokið
Nú þegar vor er komið í loftið þá er komið að lokum skíðatímabilsins í Oddsskarði. 
Óhætt er að segja að þetta hefur verið einn sá besti vetur um langa hríð. Þrátt fyrir að lokað hafi verið alla páskanna sökum veðurs. 
Lesa meira

Úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

06.05.2024 Úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í síðastliðinni viku úthlutaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tæplega 540 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024. 29 verkefni hljóta styrk úr sjóðnum og dreifast um landið allt. Einn af hæstu styrkjunum hlaut Jökuldalur slf., 90 milljónir króna til áframhaldandi uppbyggingar í landi Grundar við Stuðlagil. Alls hlutu sex verkefni á Austurlandi styrk.

Lesa meira

Úthlutun Fiskeldissjóðs

02.05.2024 Úthlutun Fiskeldissjóðs

Á dögunum úthlutaði stjórn fiskeldisjóðs, 437,2 milljónum kr til sextán verkefna í sjö sveitarfélögum. Af því var úthlutað til Fjarðabyggðar 151.840.000 kr. til fjögurra verkefna. Alls bárust 29 umsóknir frá átta sveitarfélögum, samtals að fjárhæð rúmlega 1,5 milljarður króna, sem er meira en þrefalt hærri fjárhæð en var til úthlutunar. 

Umsóknarfrestur var til 6. mars og lauk úthlutun 8. apríl. 



Lesa meira

Opinn viðtalstími með bæjarstjóra í Eskifjarðarskóla

19.04.2024 Opinn viðtalstími með bæjarstjóra í Eskifjarðarskóla

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri býður uppá opinn viðtalstíma þriðjudaginn 23. apríl frá klukkan 18:00 - 19:30 í Eskifjarðarskóla. 

Íbúum er velkomið að koma við, fá sér kaffi og spjalla við bæjarstjóra um þau málefni sem brenna á þeim. 

Lesa meira

Orkumálin sett á oddinn

22.04.2024 Orkumálin sett á oddinn 22.04.2024

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, mun á næstu vikum halda opna fundi víðs vegar um land þar sem fjallað verður um orkumál og verkefnin framundan. Annar fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum mánudaginn 22. apríl.

Lesa meira