Í Fjarðabyggð eru rekin tvö ljósmyndasöfn, Ljósmyndasafn Eskifjarðar og Ljósmyndasafnið í Neskaupstað. Hlutverk safnanna er að varðveita ljósmyndir, filmur, glerplötur og skyggnur ásamt því að veita almenna þjónustu. Söfnin veita upplýsingar um skráðar ljósmyndir og ljósmyndasöfn sem vistuð eru í söfnunum. Einnig gefst fólki tækifæri á að kaupa myndefni sem er í eigu safnanna samkvæmt gjaldskrá. Skjala- og myndasafnið í Neskaupstað veitir einnig upplýsingar um skráð skjöl sem vistuð eru í safninu.
Ljósmyndasafn Eskifjarðar, Strandgata 48a, 476 1133, safnastofnun@fjardabyggd.is og myndasafn@simnet.is
Mynda- og skjalasafnið Norðfjarðar, Urðarteig 10, 477 1584
og 892 0708, gilhagi@simnet.is.
Opnunartími er eftir samkomulagi við forstöðumenn.