mobile navigation trigger mobile search trigger

Um vatnsveituna

Hlutverk veitur Fjarðabyggðar er að tryggja íbúum og fyrirtækjum fyrir nægjanlegu magni af hreinu og góðu neysluvatni. Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur eftirlit með neysluvatninu.

Vatnsverndarsvæði

Vatnsveita Neskaupstaðar var stofnuð 1934. Vatnstaka er úr borholum í Fannardal. Dælt er úr sjö borholum uppí tank sem stendur þar rétt fyrir ofan og var sá tankur endurnýjaður og stækkaður til muna árið 2021.

Vatnsverndarsvaedi

Vatnsveita Eskifjarðar var stofnuð um 1958 og þjónar Eskifirði. Vatnstaka er úr lindum í Lambeyrardal, Beljanda og borholum á vatnasvæði Eskifjarðará. Sjálfrennsli er frá áðurnefndum lindum í miðlunargeymi. Vatni frá borholum er dælt beint inn á dreifikerfið. Að öllu jöfnu er bara tekið vatn úr lindunum en ef það er ekki nóg fara borholudælur við Eskifjarðará í gang til að viðhalda viðeigandi þrýsting á dreifikerfinu.

Vatnsveita Eskifardar

Vatnsveita Reyðarfjarðar var stofnuð um 1950 og þjónar Reyðarfirði. Vatnstökusvæði eru við Njörvadalsá og við Geithúsaá. Vatni er dælt úr borholum á vatnstökusvæðum og í miðlunargeyma í bænum.

Vatnsveita Fáskrúðsfjarðar þjónar þéttbýlinu á Fáskrúðsfirði. Vatnstökusvæðið er við norðurbakka Dalsár og vatni er dælt úr borholum upp í miðlunartanka sem staðsettur er fyrir ofan bæinn.

Vatnsveita Stöðvarfjarðar var stofnuð um 1960 og þjónar þéttbýli Stöðvarfjarðar. Vatnstaka er úr lindum Klifbotnum, Tjarnabotnum og Einarsstaðarmel (fara yfir hvort það sé ekki rétt). Sjálfrennsli er frá áðurnefndum lindum í miðlunargeyma sem eru þrír talsins.

Vatnsveita Breiðdalsvíkur þjónar þéttbýlinu á Breiðdalsvík og einhverjum hluta sveitarinnar í Breiðdal. Vatnstaka er úr lindum við Háumeli fyrir ofan Gilsá. Sjálfrennsli er frá lindunum í gilsárveitubrunn og þaðan rennur það um 13 km leið í miðlunargeymi við Drangagil. Þaðan rennur það svo niðr í Breiðdalsvík.

Vatnsveita Mjóafjarðar þjónar Brekkuþorpi og flokkast hún sem vatnsveita fyrir færri en 150 íbúa. Þar er lindabrunnur sem er staðsettur yfir Brekkuþorpi. Úr lindabrunninum rennur vatnið í tvo litla miðlunargeyma.

Vatnsveitan í tölum

Lengd lagna

138 km

Fjöldi dælustöðva

6 stk

Fjöldi tanka/heildarrúmmál

16/5780 m3

Fjöldi brunna

48 stk

Dreifing á ári með heildsölu

2.564.476 m3