mobile navigation trigger mobile search trigger

STÖÐULEYFI

Umsóknir

Sótt er um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa og er umsókn hluti af byggingarleyfisumsókn. Stöðuleyfi er heimild til að staðsetja hjólhýsi, gáma, torgsöluhús og þess háttar á tilteknum stað í takmarkaðan tíma. Stöðuleyfi getur gilt lengst í eitt ár. Nánari upplýsingar um stöðuleyfi og forsendur leyfisveitingar veitir byggingarfulltrúi á netfanginu byggingarfulltrui@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000.

Ferli umsóknar 

  • Byggingarfulltrúi tekur innsendar umsóknir 
    til meðferðar/afgreiðslu tvisvar í mánuði.
  • Málið fer fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd,
    sem fundar tvisvar í mánuði.
  • Svarbréf sent til umsækjanda.
  • Skila má umsóknum inn í Íbúagátt Fjarðabyggðar.

Fylgigögn með umsókn

  • Samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standa á.

Einnig þurfa að fylgja með uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til þess að sýna staðsetningu, útlit, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna. 

ÁBENDINGAR

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending

YFIRSTJÓRN

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar.

TENGD SKJÖL