mobile navigation trigger mobile search trigger

Vinabæir

Vinabæir eru sveitarfélög á Norðurlöndum sem mynda vinabæjakeðju. Hlutverk vinabæjanna er að miðla reynslu á sem flestum sviðum, styrkja menningartengsl og efla almenn samskipti. Samstarf Fjarðabyggðar við vinabæina hefur einkum verið á sviði sveitarstjórnarmála, menningar- og æskulýðsmála.

Á sjöunda áratugnum gerðist Neskaupstaður formlega aðili að norrænu vinabæjakeðjunni og tók Fjarðabyggð yfir vinabæjasamskiptin við sameiningu sveitarfélaganna. Vinabæir Fjarðabyggðar eru Esbjerg, Eskiltuna, Jyvaskila og Stavanger.

Þegar Fáskrúðsfjörður sameinaðist Fjarðabyggð árið 2006 bættist Gravelines í Frakklandi við vinabæjarhópinn.  Á hverju ári kemur sendinefnd frá Gravelines til að taka þátt í Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði.  Í Gravelines er svo Íslandshátíð í september ár hvert og hafa fulltrúar Fjarðabyggðar mætt á hana.

Einnig hefur Fjarðabyggð vinabæjasamskipti við Akraneskaupstað,  Sandavog í Færeyjum og Maniitsup á Grænlandi

Esbjerg merki 

Esbjerg í Danmörku

Eskilstuna merki

Eskilstuna í Svíþjóð

Jyvaskyla merki

Jyvaskyla í Finnlandi

 Stavangur merki

Stavangur í Noregi

Sandavogur í Færeyjum 
(nú Vága)

Gravelines merki

Gravelines í Frakklandi

 

Qeqqata á Grænlandi