mobile navigation trigger mobile search trigger

REFA- OG MINKAVEIÐAR

Hvert grenjaveiðitímabil vegna refaveiða stendur yfir frá 1. maí til 31. júlí ár hvert. Á því tímabili er einungis ráðnum veiðimönnum heimilt að veiða grendýr og yrðlinga. Utan grenjavinnslutíma er greiðsla fyrir refaskott er einungis greidd refaskyttum með samning við Fjarðabyggð, skv. samningi þeirra þar um. Öll veiði er bönnuð innan friðlýstra svæða í Fjarðabyggð nema friðlýsingarákvæði svæðisins heimili annað. Hægt er að sækja um undanþágu til umhverfis- og skipulagsnefndar á grenjavinnslu refs inn á friðlýstum svæðum.

Veiðimenn er ráðnir til grenjavinnslu minks frá 20. apríl til 30. júní og fá þeir greidd verðlaun fyrir grenjavinnslu skv. samningi við Fjarðabyggð. Frá 1. júlí – 19. apríl er öllum veiðimönnum heimilt að veiða mink. Greitt er fyrri 3.000 kr. fyrir minkaskott utan grenjavinnslutíma. Öll veiði er bönnuð inn á friðlýstum svæðum í Fjarðabyggð nema friðlýsingarákvæði svæðisins heimili annað. Hægt er að sækja um undanþágu til umhverfis- og skipulagsnefndar á grenjavinnslu fyrir minka inn á friðlýstum svæðum.

Refir og minnkar

Refurinn, Vulpes lagopus, hefur verið á Íslandi í árþúsundir, því til staðfestingar þá eru elstu minjar um ref hér á landi um 3.500 ára gamlar. Talið er nær víst að Ísland hafi verið heimkynni refsins allt frá lokum síðustu ísaldar, í rúm 11.000 ár. Stofninn á Íslandi er sérstakur fyrir það hversu lengi hann hefur verið einangraður frá öðrum stofnum og aðlögun hans að íslenskri náttúru. Í dag er refir friðaðir skv. lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Ráðherra gefur leyfi til undanþágu frá friðun til þá varnar tjóni. Vöktun á ref byggist mest á þeim dýrum sem veidd eru og send inn til Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Nöfn refsins

Til gamans má geta þá á refurinn sér ótal nöfn á íslenskri tungu en algengust þeirra er refur (kk) og tófa (kvk). Melrakki (mjöll og hundur) er talið vera elsta ritaða nafn refsins komið úr fornu norrænu máli. En önnur nöfn rebba eru m.a.; heimskautarefur, dratthali, rebbali, rebbi, rattintatti, gortanni, lágfóta, gráfóta, holtaþór, skolli, tæfa, vargur, skaufhali, vemma og vembla. Afkvæmin kallast yrðlingar.

 

Lumar þú á fleiri nöfnum? Ef svo er láttu okkur vita, fjardabyggd@fjardabyggd.is

Minkur, Mustela vison, kom fyrst til Íslands frá Noregi haustið 1931 þá til ræktunar í feldiðnaði. Síðan þá hafa minkar sloppið út í náttúruna og vegna mikillar aðlögunarhæfni tegundarinnar hafa minkar náð útbreiðslu um allt land. Stofnstærð minks á Íslandi er ekki kunn en þeir finnast í öllum landshlutum. Vegna þess usla sem tegundin hefur valdið í þeim vistkerfum sem hann hefur aðlagast er minkur skilgreind sem ágeng tegund á Íslandi sem fleiri löndum. Minkur er ekki friðaður, þó er ekki heimilt að veiða hann á svæðum sem eru friðlýst nema annað sé tekið fram í friðlýsingarákvæðum svæðisins og/eða talin sé ástæða til að veiða hann og þá í samráði við sveitarfélagið.

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending

YFIRSTJÓRN

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar

TENGLAR Á TENGDAR SÍÐUR