mobile navigation trigger mobile search trigger

Almennt um fræðslumál

Stefna Fjarðabyggðar í fræðslu- og frístundamálum barna og ungmenna er að veita metnaðarfulla og framsækna grunnmenntun. Á það við um starf bæði í skólum og félagsmiðstöðvum. Markmið okkar er að gera Fjarðabyggð að góðum stað fyrir börn og ungmenni að njóta fræðslu og frístunda.

Fimm grunnskólar eru starfræktir í Fjarðabyggð. Kennsla grunnskólabarna í Mjóafirði fer fram í útibúi Nesskóla í Mjóafirði. Alls eru rúmlega 700 nemendur í grunnskólum Fjarðabyggðar. Mikið samstarf er á milli allra skóla í Fjarðabyggð.

Fjórir leikskólar eru starfandi í Fjarðabyggð og í Breiðdal og á Stöðvarfirði eru leikskóladeildir á hvorum stað í sameiginlegum leik- og grunnskóla sem starfræktur undir heitinu Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli. Í leikskólunum eru hátt í 400 nemendur á aldrinum frá eins árs til sex ára. Almennt eru börn að komast að í leikskólanum við eins árs aldur. 

Í þeim þremur tónlistarskólum sem eru í Fjarðabyggð fer fram metnaðarfullt starf. Í þeim eru um 300 nemendur á öllum aldri, en aðgengi að tónlistarnámi er mjög gott. Leitast er við að veita umsækjendum aðgöngu í það hljóðfæranám sem óskað er.